28.01.2010 08:42

Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700 kemur ný til Suðureyrar

Bjarni Ben, er einn af þessu duglegu sem sendir myndir til birtingar á síðunni. Í síðustu sendingunni gerðist það að nánast hver einasta mynd frá honum smellpassar við þær myndaseríur sem gerðar eru við báta, þ.e. að eiga mynd af nánast hverju nafni sem viðkomandi bátur hefur borið. Slíkar myndir birtast því með seríunum þegar þær koma fyrir augu lesenda. Ein og ein stök mynd birtist þar fyrir utan eins og núna er ég birti frá honum litla syrpu af komu togarans Elínar Þorbjarnardóttur til Suðureyrar á sínum tíma.






     1482. Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700, þegar hún kom ný til Suðureyrar © myndir í eigu Bjarna Ben.