27.01.2010 09:40
Dóri á Býja GK 101
Þegar ég birti myndasyrpuna um bát með skipaskrárnúmerið 62, vantaði aðeins eina mynd í seríuna en það var að bátnum er hann hét Dóri á Býja GK 101. Nú hefur Gunnlaugur Torfason, sem er dóttursonur Gunnlaugs Karlssonar, (Gulla á Voninni) bjargað mér og sent mér tvær myndir af bátnum undir þessi nafni, en hann var skipverji á honum 1994. Svo skemmtilega vill til að á annarri myndinni sést vinur minn Árni heitinn Vikarsson í brúarglugganum. - Sendi ég Gunnlaugi kærar þakkir fyrir þetta.
62. Dóri á Býja GK 101, kemur inn til Sandgerðis
Árni heitinn Vikarsson í brúarglugganum á Dóra á Býja © myndir Gunnlaugur Torfason 1994
