26.01.2010 22:00
Björn lóðs
Lítill lóðsbátur, sem endaði með því að farast er hann var að bjarga öðrum báti, en nánar um það fyrir neðan myndina.

1007. Björn lóðs © mynd Þór Jónsson
Smíðaður hjá Skipasmíðastöð Jóhanns L. Gíslasonar, í Hafnarfirði 1966 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til heimahafnar í fyrsta sinn 12. maí 1966. Rak upp austan við Þinganessker 8. febrúar 1990 og brotnaði í spón.
Þegar báturinn fórst var verið að ljúka við að aðstoða ms. Keflvíking KE 100 út út Hornafjarðarhöfn. Þrátt fyrir að Keflvíkingur veitti bátnum skjól fyrir brotum tókst það ekki þar sem vélin Björns Lóðs stoppaði. Var þá eina skipverjanum bjargað um borð í Keflavíking, en lóðsbáturinn brotnaði í spón.
Báturinn bar aðeins þetta eina nafn.
1007. Björn lóðs © mynd Þór Jónsson
Smíðaður hjá Skipasmíðastöð Jóhanns L. Gíslasonar, í Hafnarfirði 1966 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til heimahafnar í fyrsta sinn 12. maí 1966. Rak upp austan við Þinganessker 8. febrúar 1990 og brotnaði í spón.
Þegar báturinn fórst var verið að ljúka við að aðstoða ms. Keflvíking KE 100 út út Hornafjarðarhöfn. Þrátt fyrir að Keflvíkingur veitti bátnum skjól fyrir brotum tókst það ekki þar sem vélin Björns Lóðs stoppaði. Var þá eina skipverjanum bjargað um borð í Keflavíking, en lóðsbáturinn brotnaði í spón.
Báturinn bar aðeins þetta eina nafn.
Skrifað af Emil Páli
