26.01.2010 14:01

VS, VK, VE, GS eða GK?

Þó nóg sé nú sem bíður af myndum til birtingar, en framunda er algjör myndaveisla, þar sem ég hef nú úr að moða hátt í 1000 óbirtum myndum, þá verða alltaf teknar með tilfallandi myndir eins og sú sem hér birtist og erfitt er að sjá hver merking bátsins er. Það kemur þó í ljós á neðri myndinni, en þó furðulegt sé þá var báturinn í slipp í síðustu viku og þetta var þó ekki lagað - Þetta með myndaveisluna sem framundan er, þá eru velunnarar síðunnar æði duglegir að senda myndir og svo dæmi sé tekið þá hefur Þór Jónsson sent um og yfir 100 myndir, en birting þeirra hófst að alvöru í gær. Svavar Gestsson var að senda tæplega 200 myndir teknar hér á landi og á miðunum, í Færeyjum og mjög sérstakt dæmi frá Frakklandi. Þá hef ég að undanförnu safnað eitthvað yfir 600 myndum í seríumyndira af bátum, þ.e. mynd af hverju nafni eða nánast því. Auk þessa hafa margir aðrir sent myndir sem enn eru óbirtar, en nöfn þeirra koma fram með myndunum hverju sinni og sem fyrr segir verða alltaf með myndir sem eru nýjar og teknar oftast sama dag og þær birtast.


         Það er sjálfsagt erfitt að lesa úr þessu númeri, en nánar um það á næstu mynd


        Hér er á ferðinni 2101. Sægrímur GK 525 © myndir Emil Páll 26. janúar 2010