25.01.2010 10:05

Aðeins þrír Bátalónsbátar eftir hérlendis og enginn eins og husanlega sá fjórði á Orkneyjum

Í gær þegar ég birti sögu eins Bátalónsbáts urðu smá umræður um þá sem enn væru eftir. Menn fóru að benda á báta sem væru geymdir inn í húsi eða væru á byggðarsafni. Þegar rætt er um þá sem eru eftir er aðeins hægt að styðjast við þá sem enn eru á skipaskrá, ekki báta sem eru utan við skrá, þó þeir séu hugsanlega í góðu ástandi áfram. Ákvað ég því að segja frá þeim bátum sem enn eru á skrá, en þeir eru þrír hérlendis, þar af tveir sem hafa verið eins frá upphafi, en annar þó með álhúsi sem hann fékk í upphafi. Sá þriðji var gerður frambyggður fyrir allmörgum árum og hugsanlega er til sá fjórði, sem var seldur til Orkneyja eftir að hafa verið tekin af skrá hérlendis. Sá hét hér 1217. Sóley KE 15 og bar síðast nafnið Aron K 880 á Orkneyjum. Bátarnir sem eru hérlendis eru 1428. Skvetta SK 7, sem er á Hofsósi, 1381. Magnús KE 46 í Keflavík og sá frambyggði er 1092. Glófaxi II VE 301. Birti ég nú myndir af þeim sem enn eru hérlendis og eru á skrá.

            1381. Magnús KE 46, með álhúsinu © mynd Erling Brim Ingimundarson


                          1428. Skvetta SK 7, á Hofsósi © mynd Þorgeir Baldursson


                       1092. Glófaxi II VE 301 © mynd úr safni Tryggva Sig.