24.01.2010 23:03

Olíuskip sinnti ekki tilmælum

Af vef Landhelgisgæslunnar:

Olíuskip sinntu ekki tilmælum varðstjóra Landhelgisgæslunnar um að senda upplýsingar

24.1.2010

Sunnudagur 24. janúar 2010

Þrjú erlend olíuskip voru innan íslensku efnhagslögsögunnar síðastliðinn föstudag, djúpt S og SA af Íslandi. Reynt var að ná sambandi við skipin og þeim tilmælum beint til skipstjóra að senda upplýsingar um siglingu skipanna meðan þau væru innan íslensku lögsögunnar.

Þegar loks náðist samband voru tvö skipanna komin út úr lögsögunni og sinntu ekki tilmælum varðstjóra um að senda upplýsingar. Þriðja skipið, olíuskipið Panna sinnti heldur ekki tilmælum varðstjóra, heldur sneri skipið út úr IEEZ og sigldi til Fuglafjarðar í Færeyjum. Skipið er 23.304 Brt, 182 metra langt, skráð í Portúgal.

Mynd olíuskipið Panna; vesseltracker.com