23.01.2010 15:16
Vörður EA 748 í Keflavík í dag
Eins og áður hefur komið fram hefur Vörður EA 748 verið í slipp í Reykjavík, bæði viðhaldi og ekki síður vegna viðgerðar á perunni, en leki kom að henni, en skipið keyrði á hafnargarðinn í Njarðvík fyrir rúmri viku er það kom inn í snældu vitlausu veðri. Í dag kom skipið úr slipp og kom þá til Keflavíkur þar sem menn undirbjuggu það til næstu veiðiferðar, en sökum brælu og áframhaldandi slæmrar veðurspá liggur skipið eitthvað við bryggju í Keflavík. Tók ég eftirfarandi myndasyrpu er skipverjarnir voru að gera klárt um borð nú síðdegis.






2740. Vörður EA 748, í Keflavík í dag © myndir Emil Páll 23. janúar 2010
