22.01.2010 12:40
Höfrungur AK 91 / Harpa GK 101
Hér er á ferðinni bátur sem var að vísu sögufrægur á Akranesi, síðan seldur til Grindavíkur og þaðan til Portúgal, en dagaði þó uppi í Hafnafjarðarhöfn og endaði í slippnum á Akranesi, þar sem hann er ósköp hrörlegur í dag.

597. Höfrungur AK 91

597. Höfrungur AK 91 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

597. Harpa GK 101 © mynd Snorrason

597. Harpa GK 101, eins og hann lítur út í slippnum á Akranesi í dag
Smíðaður á Akranesi 1955. Hleypt af stokkum 14. janúar 1956. Seldur til Portúgal 14. okt. 1986.
Þrátt fyrir að hafa formlega verið seldur til Portúgal 14. okt. 1986, lá báturinn í Hafnarfjarðarhöfn og eins stóð hann lengi uppi í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. og síðan var hann við bryggju hjá Norma hf. Garðabæ. Bátnum var breytt, eða a.m.k. hafin vinna við að breyta honum, í skemmtiferðaskip, en þó fór hann aldrei úr landi sem slíkt. Frá 1995 hefur hann staðið uppi í slippnum á Akranesi og er fyrir löngu orðinn nánast ónýtur að sjá.
Nöfn: Höfrungur GK 91, Harpa GK 111 og Harpa GK 101.

597. Höfrungur AK 91

597. Höfrungur AK 91 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

597. Harpa GK 101 © mynd Snorrason

597. Harpa GK 101, eins og hann lítur út í slippnum á Akranesi í dag
Smíðaður á Akranesi 1955. Hleypt af stokkum 14. janúar 1956. Seldur til Portúgal 14. okt. 1986.
Þrátt fyrir að hafa formlega verið seldur til Portúgal 14. okt. 1986, lá báturinn í Hafnarfjarðarhöfn og eins stóð hann lengi uppi í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. og síðan var hann við bryggju hjá Norma hf. Garðabæ. Bátnum var breytt, eða a.m.k. hafin vinna við að breyta honum, í skemmtiferðaskip, en þó fór hann aldrei úr landi sem slíkt. Frá 1995 hefur hann staðið uppi í slippnum á Akranesi og er fyrir löngu orðinn nánast ónýtur að sjá.
Nöfn: Höfrungur GK 91, Harpa GK 111 og Harpa GK 101.
Skrifað af Emil Páli
