22.01.2010 12:19

Dröfn EA 396 / Björn KE 95

Hér kemur saga báts, sem smíðaður var í gamla gamla daga, það er á sama ári og móðir mín sáluga fæddist. Hann var gerður út tæp 50 ár og síðan stóð beinagrindin af honum uppi í slippnum á Eyrarbakka vel á annan áratug.


                                       344. Dröfn EA 396 © mynd Kiddi Hall


           344. Björn KE 95 © mynd Snorri Snorrason


   344. Björn KE 95. Segja má að beinagrindin hafi staðið uppi vel á annan áratug í Dráttarbraut Eyrarbakka © mynd Tryggvi Sig.

Smíðaður i Faaborg, Danmörku 1916. Stækkaður 1945. Kom fyrst til landsins og þá á Kljálströnd 30. jan. 1917 og var farinn til línuveiðar suður fyrir land tíu dögum síðar. Talinn ónýtur 23. nóv. 1965. Beinagrindin af bátnum stóð uppi vel á annan áratug í Dráttarbraut Eyrarbakka, a.m.k. fram til 1974.

Nöfn Dröfn TH 224, Dröfn EA 396, Björn GK 396, og Björn KE 95.