22.01.2010 09:56

Ingiber Ólafsson GK 35 / Eyfellingur VE 206 / Dröfn RE 135 / Sjöstjarnan VE 92

Þetta þótti mér alltaf vera fallegur eikarbátur, en hann var smíðaður á Ísafirði fyrir tvo bræður suður með sjó.
 

                   601. Ingiber Ólafsson GK 35 © mynd batarogskip


                      601. Eyfellingur VE 206 © mynd Snorrason


                                 601. Dröfn RE 135 © mynd Snorrason


                       601. Sjöstjarnan VE 92 © mynd Tryggvi Sig.

Smíðanúmer 36 hjá Marsellíusi Bernhardssyni, Ísafiri 1961. Kom til Keflavikur 8. júlí 1961. Stórviðgerð Njarðvík 1972. Fiskiskip til 1973, þá hafrannsóknarskip og síðan aftur fiskiskip frá 1989. Fórst hálfa sjómílu V af Elliðaey á samt einum manni, 20. mars 1990.

Nöfn: Ingiber Ólafsson GK 35, Eyfellingur VE 206, Eyfellingur KE 114, Pólstjarnan KE 9, Dröfn RE 135 og Sjöstjarnan VE 92.