21.01.2010 21:56
Engey RE 11 / Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 / Hafnarvík ÁR 113 / Kristbjörg VE 70
Áður en þessi fór í pottinn bar hann átta nöfn, en ég er aðeins með myndir af helmingi nafnana, og vantar því myndir við hinum helmingnum.
44. Engey RE 11 © mynd Snorri Snorrason
44. Engey RE 11 © mynd Tryggvi Sig.
44. Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 © mynd Snorrason
44. Hafnarvík ÁR 113 © mynd Snorrason
44. Kristbjörg VE 70 © mynd Tryggvi Sig.
Smíðanúmer 163 hjá Framnæs Mek.Verksted, Sundefjord, Noregi 1963. Yfirbyggður við bryggju í Njarðvík af Vélsmiðjunni Herði hf. 1979. Kom í fyrsta sinn til Dalvíkur 15. nóv. 1963,
Átti að seljast í brotajárn til Belfast í Írlandi. Dráttarskipið Hvanneyrin dró bátinn til Njarðvíkur 1992, þar sem Bergþór Hávarðarson, keypti hann og ætlaði að draga með sér út. Af því varð þó aldrei og í júlí 1996 keypti kona á Eyrarbakka bátinn með það að markmiði að gera úr honum listagallerí sem staðsett yrði í Vatnagörðum við Sundahöfn í Reykjavík. Beðið var eftir leyfi Borgarráðs. Sú sala gekk ekki upp og sumarið 1997, keypti Helgi Friðgeirsson, Vestmannaeyjum, bátinn og ætlaði að láta endurbyggja hann að nýju. Báturinn var þó enn við bryggju í Njarðvik í april 2005. Helgi flutti til Keflavíkur 2003. Átti síðan að fara með bátinn í brotajárn til Damerkur í maí 2004, en Helgi var ósveigjanlegur varðandi það sem hann vildi fá fyrir bátinn og því varð ekkert úr sölunni. Helgi var hinsvegar tekinn til gjaldþrotaskipta i febrúar 2005 og í framhaldi af því eignaðist Reykjaneshöfn bátinn á nauðungaruppboði. Báturinn var síðan brotinn niður í september 2006 í Njarðvíkurslipp.
Nöfn: Engey RE 11, Draupnir ÁR 150, Húnaröst ÁR 150, Brynjólfur ÁR 4, Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10, Brimnes EA 14, Hafnarvík ÁR 113 og Kristbjörg VE 70.
Eftirfarandi nöfn eru ekki með mynd: Draupnir ÁR 150, Húnaröst ÁR 150, Brynjólfur ÁR 4 og Brimnes EA 14.
