21.01.2010 20:45

Kambaröst SU 200 / Álaborg ÁR 25 / Trausti ÁR 80

Það gengur misvel að safna myndum af öllum nöfnum skipa og helstu breytingum, Hér kemur t.d. bátur sem hefur borið sjö nöfn, áður en hann fór í pottinn, en ég hef aðeins náð að finna myndir við þrjú þeirra og því vantar myndir við fjögur nöfn.


             133. Kambaröst SU 200 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                     133. Álaborg ÁR 25 © mynd Snorrason




                                133. Trausti ÁR 80 © myndir Tryggvi Sig.

Smíðaður hjá V.E.B. Volkswerft, Brandenburg, Þýskalandi 1961.  Seldur í brotajárn til Danmerkur í okt 2008.

Nöfn: Kambaröst SU 200, Bjarni Jónsson ÁR 28, Álaborg GK 175, Álaborg ÁR 25, Álaborg ÁR 26, Trausti ÁR 80 og Trausti ÍS 111.

Þau nöfn sem ekki eru myndir af eru: Bjarni Jónsson ÁR 28, Álaborg GK 175, Álaborg ÁR 26 og Trausti ÍS 111.