21.01.2010 00:15
Sex myndir af ellefu nöfnum - enn vantar því myndir af 5 nöfnum
Hér birtast sex myndir af þeim ellefu nöfnum sem báturinn hefur borið. Þau nöfn sem birtast eru: Guðbjartur Kristján ÍS 280, Víkingur III ÍS 280, Tjaldanes ÍS 522, Kristbjörg II HF 85, Valberg VE 10 og Valberg II VE 105. Þá vantar myndir af eftirtöldum nöfnum: Víkingur III GK 280, Sandgerðingur GK 280, Ólafur Þorsteinsson SK 77, Sæfaxi VE 25 og Skussi.
127. Guðbjartur Kristján ÍS 280 © mynd Jóhann M.
127. Víkingur III ÍS 280 © mynd Snorrason
127. Víkingur III ÍS 280 © mynd Snorrason
127. Víkingur III ÍS 280 © mynd Emil Páll 1989
127. Tjaldanes ÍS 522 © mynd Tryggvi Sig.
127. Kristbjörg II HF 75 © mynd Tryggvi Sig.
127. Kristbjörg II HF 75
127. Valberg VE 10 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2006
127. Valberg II VE 105 © mynd Emil Páll
F.v. 127. Valberg II VE 105, 1855. Ósk KE 5 og 1074. Valberg VE 10 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 75 hjá Flekkefjord Slipp og Maskinfabrikk A/S, Flekkifjord, Noregi 1964. Breytt í skemmtibát 1998 og síðan aftur í fiskiskip 2003 og 2006 í vaktbát í Norðursjó. Afskráður 31. október 2008 og átti þá að brytjast niður af Hringrás hf., í Njarðvíkurslipp, en af því hefur enn ekki orðið.
Kom fyrst til Sandgerðis sem Víkingur III 22. júlí 1989. Báturinn lá eins og hvert annað yfirgefið skipsflak með Tjaldanes-nafninu í Hafnarfjarðarhöfn frá 1994 til 2001 að hann var færður fyrir í Hafnarfjarðarslipp og eftir áramótin 2001/02 var hafist handa um að mála hann upp og era sjókláran á ný. Var hann síðan við bryggju í Hafnarfirði fram í miðjan apríl 2003 að honum var siglt til Njarðvikur til útgerðar á ný.
Nöfn: Guðbjartur Kristján ÍS 280, Víkingur III ÍS 280, Víkingur III GK 280, Sandgerðingur GK 280, Ólafur Þorsteinsson SK 77, Tjaldanes ÍS 522, Sæfaxi VE 25, Skussi, Kristbjörg II HF 75, Valberg VE 10 og Valberg II VE 105
