20.01.2010 20:47

Helga RE 49 / Þórir SF 77 / Þórir SF 177

Hér er á ferðinni rúmlega hálfrar aldar gamalt stálskip, sem að vísu var lagt nú á síðasta ári er nýtt skip kom með sama nafn, en fram að því hafði skipið verið í útgerð og var á tímabili aflahæsta skipið í þeirri verstöð sem það landaði í.


                                       91. Helga RE 49 © mynd Snorri Snorrason


                                 91. Helga RE 49 © mynd Snorrason


                               91. Þórir SF 77 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2002


                         91. Þórir SF 177 © mynd ríkivatnajökuls

Smíðanúmer 6 hjá Thaules Mek. Verksted, Nygard, Haugasundi, Noregi 1956. Lengdur 1974. Yfirbyggður 1986.

Helga RE 49 var ávallt gerð út frá Suðurnesjum bæði á vertíðum og síðan á rækjuveiðum við Eldey og var skipið aflahæsti báturinn í Keflavík oft á tíðum, að mig minnir undir skipstjórn Hauks Bergmanns.

Þegar nýr Þórir kom til Hornafjarðar á síðasta ári var þessu skipi lagt.

Nöfn: Vigo, Haförninn GK 321, Helga RE 49, Þórir SF 77 og núverandi nafn: Þórir SF 177.