20.01.2010 16:42
Hans Jakob GK 150
Ekki veit ég hvaða ferðalag var á Hans Jakob GK 150 í dag. En fyrir hádegi var hann við bryggju í Njarðvík og eftir hádegi var hann kominn út á ytri-höfnina í Keflavík og var að hringsóla, þar gæti verið að stila kompás eða eitthvað annað. Skömmu síðar kom hann aftur að bryggju í Njarðvík og tók ég þá meðfylgjandi myndasyrpu. Stuttu seinna var hann búinn að færa sig til Keflavíkur og eftir smá tíma þar fór hann enn á ný til Njarðvíkur.






1639. Hans Jakob GK 150 © myndir Emil Páll, 20. janúar 2010






1639. Hans Jakob GK 150 © myndir Emil Páll, 20. janúar 2010
Skrifað af Emil Páli
