20.01.2010 12:47
Gróa KE 51 / Byr ÍS 77 / Berghildur SK 137
Hér kemur minnsti báturinn sem smíðaður var eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, en tala báta sem smíðaðir voru eftir teikningu hans voru öðru hvoru megin við hundraðið.

1564. Gróa KE 51 © mynd Emil Páll

1564. Gróa KE 51 © mynd í eigu Emils Páls

1564. Byr ÍS 77 © mynd Snorrason

1564. Berghildur SK 137 © mynd Hafþór Hreiðarsson
Smíðanúmer 8 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. í Keflavík 1980. Rak upp á Hofsósi 1. feb. 1991. Talinn óviðgerðarhæfur 24. júni 1991.
Egill Þorfinnsson, Keflavík teiknaði bátinn og er hann minnsti dekkbáturinn sem smíðaður hefur verið eftir teikningu Egils. Hann átti þó eitt systurskip.
Kjölur bátsins var lagður 1970, þá var hann í smíðum fyrir Hjalta Hjaltason, Ísafirði, en hann hætti við 1971 og þá stöðvaðist smíði bátsins. Í mars 1976 hófst hún á ný, en þá var skráður eigandi Óskar Jónsson, Keflavík, en hann hætti einnig við og eftir það var smíði bátsins íhlaupavinna, þar til síðasta árið. Hljóp báturinn af stokkum 6. ágúst 1980 og var afhentur í lok þess mánaðar.
Nöfn: Gróa KE 51, Kristín Björg KE 51, Byr ÍS 77, Harpa II GK 101, Faxavík GK 727 og Berghildur SK 137.

1564. Gróa KE 51 © mynd Emil Páll

1564. Gróa KE 51 © mynd í eigu Emils Páls

1564. Byr ÍS 77 © mynd Snorrason

1564. Berghildur SK 137 © mynd Hafþór Hreiðarsson
Smíðanúmer 8 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. í Keflavík 1980. Rak upp á Hofsósi 1. feb. 1991. Talinn óviðgerðarhæfur 24. júni 1991.
Egill Þorfinnsson, Keflavík teiknaði bátinn og er hann minnsti dekkbáturinn sem smíðaður hefur verið eftir teikningu Egils. Hann átti þó eitt systurskip.
Kjölur bátsins var lagður 1970, þá var hann í smíðum fyrir Hjalta Hjaltason, Ísafirði, en hann hætti við 1971 og þá stöðvaðist smíði bátsins. Í mars 1976 hófst hún á ný, en þá var skráður eigandi Óskar Jónsson, Keflavík, en hann hætti einnig við og eftir það var smíði bátsins íhlaupavinna, þar til síðasta árið. Hljóp báturinn af stokkum 6. ágúst 1980 og var afhentur í lok þess mánaðar.
Nöfn: Gróa KE 51, Kristín Björg KE 51, Byr ÍS 77, Harpa II GK 101, Faxavík GK 727 og Berghildur SK 137.
Skrifað af Emil Páli
