19.01.2010 14:28

Síldveiðar á trillubátum

Erling Brim Ingimundarson hefur lánað nokkrar myndir sem hann hefur tekið í gegn um árin af smærri bátum, aðallega opnum trillubátum og þá mest á Ströndum og víðar. Hér birti ég tvær myndir þar sem verið er að stunda síldveiðar á trillubátum. Sendi ég Erlingi kærar þakkir fyrir myndalánið, en fleiri mynda frá honum munum við njóta á næstunni.


 Bjarni Elíasson var ásamt Erlingi á síldveiðum á 5798. Kristínu ST 61 sem Erlingur átti um tíma og hefur nú eignast aftur  © mynd Erling Brim Ingimundarson


   Hermann, elsti bróðir Erlings, á síldveiðum á  6243. Sæbjörn ST 68 © mynd Erling Brim Ingimundarson