18.01.2010 20:48
Ljósafell SU 70
Eins og fram kemur hér neðar á síðunni mun Þór Jónsson sem býr á Djúpavogi, senda myndir til birtinga hér á síðunni. Það gerir hann auðvitað þó ekki nema þegar hann er í landi, en hann er á Ljósafelli, frá Fáskrúðsfirði. Þór var m.a. á Sunnutindi í á þrettánda ár og á yfir miklu myndasafni að ráða og hlakka ég því til samstarfsins. Þær myndir sem hann sendi núna og birtust í dag og birtast næstu daga eru af þeim togurum sem smíðaðir eru hérlendis, en síðan mun hann fara víða, bæði um báta- og togaraflóruna. Hér birtist mynd sem hann tók af Ljósafelli í heimahöfn sinni Fáskrúðsfirði, en eins og menn vita þá er það skip byggt í Japan 1973 og hefur verið allan tímann sem Ljósafell og á Fáskrúðsfirði.

1277. Ljósafell SU 70, á Fáskrúðsfirði © mynd Þór Jónsson
1277. Ljósafell SU 70, á Fáskrúðsfirði © mynd Þór Jónsson
Skrifað af Emil Páli
