18.01.2010 16:39

Faxavík KE 65 og Helguvík KE 75

Hér koma tveir bátar sem gerðir voru út af sama útgerðarfélaginu í nokkur ár.


                                  Faxavík KE 65 © mynd í eigu Emils Páls

Smíðaður í Djupvik, Svíþjóð 1933. Dæmdur ónýtur vegna fúa 1962.

Nöfn: Res, Rex RE 9, Nanna RE 9, aftur Rex RE 9 og Faxavík KE 65.


                        Helguvík KE 75 © mynd Snorrason

Smíaður í Knipple, Svíþjóð 1944. Dæmd ónýt v/fúa 17. maí 1963,

Svonefndur blöðrubátur, en það voru bátar kallaðir sem voru beiðir, botnmiklir og með boginn fram og afturenda. Þá kom næstum aldrei sjór inn á dekk á blöðrubátum.

Nöfn:(sænska nafnið óþekkt) Eggert Ólafsson GK 385, Eggert Ólafsson RE ???, Sæfari KE 52 og Helguvík KE 75.