18.01.2010 13:13
Guðrún Gísladóttir KE 15
Þetta glæsilega fiskiskip fékk því miður fremur fáa lífdaga, því það strandaði og sökk við Noreg og gerðar voru margar tilraunir til að ná því upp, án þess að það tækist.

2413. Guðrún Gísladóttir KE 15 © mynd Snorrason
Fyrsta flottrollskipið sem Kínverjar sömdu um smíði á samkvæmt vestrænum kröfum og var dýrasta og eitt glæsilegasta og fjölþættasta fiskiskip íslendinga á þeim tíma. Hönnuðir voru Skipatækni hf.
Smíðanr. FV1 hjá Limac/Huangpu í Dallan í Kína, árið 2001. Áætlað hafði verið að afhenda skipið 1. nóvember 1999. Því var hins vegar ekki gefið nafn fyrr en 1. nóv. 2000 og kom það í hlut Steinunnar Friðjónsdóttur, eiginkonu Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Skipið var síðan afhent í júní 2001 og kom til heimahafnar í Keflavík mánudagskvöldið 24. nóvember 2001 eftir 37 sólarhringa siglingur frá Kína.
Skipið var í sinni 7. veiðiferð er það strandaði í sundinu Nappstaumen við Lófóteyjar í Norður-Noregi 10. júní 2002. Rann það út af skerinu aðfaranótt 19. júní og sökk á 40 metra dýpi. Var það selt á strandstað Íshúsi Njarðvikur í byrjun október 2002, sem ætlaði að ná skipinu af hafsbotni. Tók Haukur Guðmundsson framkvæmdastjóri Íshússins, á leigu Stakkanes ÍS ex Gígju RE til að nota við björgunina. Yfirtóku Norðmenn björgunartilraunirnar 2003 og gáfust upp 27. maí 2004.
Skipið bar því aðeins þetta eina nafn:

2413. Guðrún Gísladóttir KE 15 © mynd Snorrason
Fyrsta flottrollskipið sem Kínverjar sömdu um smíði á samkvæmt vestrænum kröfum og var dýrasta og eitt glæsilegasta og fjölþættasta fiskiskip íslendinga á þeim tíma. Hönnuðir voru Skipatækni hf.
Smíðanr. FV1 hjá Limac/Huangpu í Dallan í Kína, árið 2001. Áætlað hafði verið að afhenda skipið 1. nóvember 1999. Því var hins vegar ekki gefið nafn fyrr en 1. nóv. 2000 og kom það í hlut Steinunnar Friðjónsdóttur, eiginkonu Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Skipið var síðan afhent í júní 2001 og kom til heimahafnar í Keflavík mánudagskvöldið 24. nóvember 2001 eftir 37 sólarhringa siglingur frá Kína.
Skipið var í sinni 7. veiðiferð er það strandaði í sundinu Nappstaumen við Lófóteyjar í Norður-Noregi 10. júní 2002. Rann það út af skerinu aðfaranótt 19. júní og sökk á 40 metra dýpi. Var það selt á strandstað Íshúsi Njarðvikur í byrjun október 2002, sem ætlaði að ná skipinu af hafsbotni. Tók Haukur Guðmundsson framkvæmdastjóri Íshússins, á leigu Stakkanes ÍS ex Gígju RE til að nota við björgunina. Yfirtóku Norðmenn björgunartilraunirnar 2003 og gáfust upp 27. maí 2004.
Skipið bar því aðeins þetta eina nafn:
Skrifað af Emil Páli
