17.01.2010 19:36
Daðey GK 777

2617. Daðey GK 777, í Grófinni Keflavík og bíður eftir afhendingu © mynd Emil Páll í febrúar 2004
Af gerðinni Gáski 1180 frá Mótun ehf., Njarðvík og í raun nýsmíði nr. 16 frá stöðinni í Njarðvík, en hefur smíðanúmerið 464 frá Mótun. Báturinn sem var yfirbyggður með beitningavél var fyrsti plastbáturinn á Íslandi sem þannig var byggður og því talinn algjört TÆKNIUNDUR.
Sjósettur með krana frá nyðri hafnargarðinum í Njarðvík, föstudaginn 20. febrúar 2004. Fór til heimahafnar í Grindavík miðvikudaginn 17. mars 2004.
Flaggað til Kanada sumarið 2008 og aftur heim til Íslands fyrir árslok 2008.
Nöfn: Daðey GK 777, Fortun's Choice og aftur Daðey GK 777.
Skrifað af Emil Páli
