17.01.2010 16:21
Karen Danielsen / Mirabelle

Af síðu Gunnar Jóhannssonar í Danmörku
Það má sko segjast óheilla skip Karen Danielsen, því öll þau óhöpp sem eitt skip er búið að lenda í. Þann 3 Mars 2005 var það á leið fra Svendborg til Finnlands og stutt eftir að það lagði af stað lenti það á Stórabeltisbrúnni með þessum afleiðingum sem má sjá á meðfylgjandi mynd . Ekki er alveg vitað hvað olli því en stýrimaður skipsins var einn á vakt í brú og er talið að hann hafi verið ölvaður og sofnað en það eru getgátur , því að hann lést og fannst ekki fyrr en 4 dögum seinna í skemmdunum og enginn til frásagnar. Og eftir þetta var skipið selt og fékk nafnið M/S Mirabelle.

Þann 16 Desember hafði M/S Mirabelle lestað timbur í Svendborg til Mostnäs í
Svíþjóð og stuttu eftir brottför strandar skipið þar sem það sigldi of grunnt sat það fast í um tvo sólahringa og tókst svo að komast út fyrir eigin vélarafli

Og áfram heldur ógæfan hjá M/V Mirabell ex Karan Danielsen. Því snemma
morguns þann 16 Janúar 2009 strandar Mirabelle aftur, þetta skifti við strönd Noregs og viðurkenndi stýrimaður skipsins að hann hafði sofnað og fyrst vaknað við strandið.
Það kom gat á síðu skipsins og fékk það töluverða slagsíðu, tókst nú að koma skipinu af strandstað og er það nú í umferð aftur. En áfram halda óhöppin, mánuði seinna keyrði það aftur í strand við Svendborg og tókst að losa það aftur.
Væri ekki upplagt að fá prest um borð og vígja skipið, segir Gunnar að lokum á síðu sinni, klaki.123.is
Skrifað af Emil Páli
