17.01.2010 10:49
Fækkun í skipastólnum á síðasta ári
Af vef Siglingastofnunar:
Skipum á íslenskri aðalskipaskrá hefur fækkað um 31 frá árinu 2008. Á árinu 2009 voru frumskráð og endurskráð skip 38 en afskráð skip voru 69. Af afskráðum skipum voru 31 skip seld til útlanda.
Þann 1. janúar 2010 voru samtals 1.056 þilfarsskip á skrá og brúttótonnatala þeirra var 209.085. Opnir bátar voru samtals 1.181 og brúttótonnatala þeirra var 7.115. Heildar-brúttótonnatala skipastólsins hefur aukist um 7.436 tonn.
Á þurrleiguskrá er eitt skip, Kristina EA-410, 7.682 brúttótonn, sem er flaggað út til Belize.
Skrifað af Emil Páli
