17.01.2010 10:42
Birta VE uppi í fjöru
Áður fyrr var það algengt að menn færu með bátana á einhvern þann stað sem fjarað gæti undan þeim, ef eitthvað þurfti að huga að varðandi botninn. Í seinni tíð er það þó orðið fátíðara, menn láta taka þá frekar upp í slipp. Þó eru allaf einhverjir sem þetta gera og hér sjáum við Birtu VE 8, við slíkar aðstæður í Keflavíkurhöfn í gær.
1430. Birta VE 8 uppi í fjöru í Keflavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll 16. janúar 2010
Skrifað af Emil Páli
