16.01.2010 17:34

Kristján í Sólplasti og Hörður Óskars

Hér birtast myndir er sýna Stjána í Sólplasti eins og hann er oftast kallaður, en hans rétta nafn er Kristján Nielsen og Hörð Óskarsson, eiganda Vins GK 96 sem er í viðgerð hjá Sólplasti eftir bruna í Grófinni í Keflavík á síðasta sumri.


     Þetta er ekki grímubúningur, heldur er þetta Kristján Nielsen í Sólplasti í fullum herklæðum manns sem starfar við viðgerðir, endurbætur og/eða nýsmíði plastbáta


    F.v. Kristján Nielsen í Sólplasti og Hörður Óskarsson, eignandi á Vini GK 96 fram við bátinn © myndir Emil Páll 16. janúar 2009