16.01.2010 00:15
Hardhaus og Hardhaus H-160-AV / Grindvíkingur GK 606 / Guðmundur VE 29
Þó skipið hafi verið keypt hingað til lands fyrir Grindvíkinga stóð sú útgerð aðeins í nokkra mánuði og þá var hlutafélagið með skipinu selt til Vestmannaeyja og úr varð Guðmundur VE 29. Á undan birtist mynd af Hardhaus sem tók við af nafna sínum sem varð Grindvíkingur / Guðmundur
Hardhaus H-160-AV, sá nýrri © mynd Karmsundet.com
Hardhaus H-160-AV © mynd Álasund

2600. Grindvíkingur GK 606, er það kom í fyrsta sinn til Grindavíkur 26. sept. 2003 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

2600. Guðmundur VE 29 © mynd af sjooghaf.blogcentral.is

2600. Guðmundur VE 29, í Reykjavíkurslipp © mynd Emil Páll 2009
Smíðanúmer 137 hjá Mjellers & Karlsen A/S, Bergen, Noregi 1987. Endurbyggður 1997. Fór 6. mars 2006 til Póllands í lengingu upp á 12.5 metra, auk endurbóta og átti að koma til baka á sjómannadag 2006, en vegna bruna í skipinu í Póllandi, seinkaði heimkomu þess til 5. janúar 2007.
Skipið kom fyrst til Grindavíkur 26. sept. 2003 og til Vestmannaeyja kom það sem Guðmundur VE 29, laugardaginn 24. apríl 2004.
Nöfn: Hardhaus H-16-AV, Hardhaus II H-160-AV, Grindvíkingur GK 606 og núverandi nafn: Guðmundur VE 29.
Skrifað af Emil Páli
