15.01.2010 21:17
Íslenska flutningaskipið Björgvin / Orion
Fyrir nokkrum árum keypti útgerðarfélag í Garðinum lítið flutningaskip, en setti fljótlega á norska skipaskrá og eftir að hafa átt það stutt var það selt öðru íslensku fyrirtæki sem rak það með heimahöfn í Belize. Tilgangur með kaupunum á skipinu var að flytja út ferskan fisk og koma með heim fiskhausa til þurrkunar hjá fyrirtækinu hér heima.

2566. Björgvin í höfn í Sandgerði

Orion, í Las Palmas á Kanaríeyjum 2007 © mynd Joaquin Ojeda / Skipspotting

Orion, í Las Palmas á Kanaríeyjum 21. júlí 2007 © mynd Luis G. Herrera, Shipspotting
Smíðanúmer 21 hjá Kragerö Verft & Dokk A/S, Noregi 1978. Kom í fyrsta sinn hingað til lands undir Björgvinsnafninu, laugardagskvöldið 7. desember 2002 og þá til Sandgerðis.
Keyptur hingað til lands í nóv. 2002 til fiskflutninga milli Íslands, Færeyja og Skotlands. Settur á norska alþjóðlega skipaskrá 10. apríl 2003, með heimahöfn í Bergen. Heimahöfn færð síðan yfir til Belize 2007, eftir að það var selt öðru innlentu fyrirtæki.
Lagt í Njarðvíkurhöfn 9. ágúst 2004 og var þar til síðari hlutar janúar 2005 að það var tekið upp í Njarðvíkurslipp vegna sölunnar.
Nöfn: Ringvoll, Lars Hagenrup, Björgvin og Orion

2566. Björgvin í höfn í Sandgerði
Orion, í Las Palmas á Kanaríeyjum 2007 © mynd Joaquin Ojeda / Skipspotting
Orion, í Las Palmas á Kanaríeyjum 21. júlí 2007 © mynd Luis G. Herrera, Shipspotting
Smíðanúmer 21 hjá Kragerö Verft & Dokk A/S, Noregi 1978. Kom í fyrsta sinn hingað til lands undir Björgvinsnafninu, laugardagskvöldið 7. desember 2002 og þá til Sandgerðis.
Keyptur hingað til lands í nóv. 2002 til fiskflutninga milli Íslands, Færeyja og Skotlands. Settur á norska alþjóðlega skipaskrá 10. apríl 2003, með heimahöfn í Bergen. Heimahöfn færð síðan yfir til Belize 2007, eftir að það var selt öðru innlentu fyrirtæki.
Lagt í Njarðvíkurhöfn 9. ágúst 2004 og var þar til síðari hlutar janúar 2005 að það var tekið upp í Njarðvíkurslipp vegna sölunnar.
Nöfn: Ringvoll, Lars Hagenrup, Björgvin og Orion
Skrifað af Emil Páli
