15.01.2010 10:25

Óli Gísla GK 112


                                  2714. Óli Gísla GK 112 © mynd Jón Páll

Af gerðinni Seigur 1300W, frá Seiglu í Reykjavík, 2007. Sérhannaður fyrir krókaafalmarkskerfi og sérstaklega ætlaður fyrir línubeitningavélar. Báturinn var hannaður upp úr stærsta plastbáti sem þá hafði verið smíðaður á Íslandi frá grunni, 2660, þá Happasæl KE, en var þó nokkrum metrum styttri.

Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Sandgerði laugardaginn 5. maí 2007.

Bátur þessi var síðasti Seiglubáturinn sem smíðaður var í Reykjavík, því á meðan á smíðinni stóð, flutti fyrirtækið til Akureyrar.


         2714. Óli Gísla GK 112, í heimahöfn sinni, Sandgerði © mynd Emil Páll 2008