15.01.2010 10:19

Von GK 113


                                               2733. Von GK 113

Af gerðinni Cleopatra 38 frá Trefjum ehf. Hafnarfirði 2007. Sjósettur í Hafnarfjarðarhöfn, þriðjudaginn 18. apríl 2007. Afhentur á sumardaginn fyrsta, 19, apríl það ár og kom sama dag til Sandgerðis.

Stór viðgerð frór fram á bátnum sumarið 2008 hjá Sólplasti ehf., Sandgerði, eftir að báturinn var nærri sokkinn, er hann keyrði á grjótgarðinn við innsiglinguna í Sandgerðishöfn 20. maí 2008 og skemmdist mikið að framan.

Hefur aðeins borið þetta eina nafn.