14.01.2010 20:49

Tveir Bátalónsbátar: Sólberg ÞH 302 og Tjaldanes ÍS 522

Af og til hef ég verið að birta myndir að svonefndum Bátalónsbátum, en fjölmargir bátar voru smíðaðir þar á örfáum árum og dreifðust þeir um landið. Í dag eru þeir þó fáir eftir, það fáir að telja má þá á fingrum annarar hendar og þá sérstaklega ef þeir óbreyttu eru taldir, en einhvejir eru enn til sem hefur verið breytt. Hér birti ég myndir af tveimur bátum í sinni upphaflegu mynd. En síðar koma fleiri bátar úr þessum hópi og eins og áður segir hef ég birt myndir af enn öðrum úr þessum sama hópi.


                    1295. Sólberg ÞH 302, við bryggju í Sandgerði © mynd Emil Páll

Smíðanr. 414 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1973. Fór á áramótabrennu 31. desember 2001.

Nöfn: Sædís KÓ 5, Bresi AK 9, Anton ÞH 330, Fleygur KE 113, Sólberg ÞH 302, Sólberg ÍS 302 og Björgvin Már ÍS 468.


      1316. Tjaldanes ÍS 522, við bryggju í Sandgerði og aftan við hann sést í 1294. Sæljóma GK 150 © mynd Emil Páll 1983

Smíðanr. 415 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1973. Lagt í Njarðvík 1990. Fargað 11. júní 1992.

Nöfn: Hergilsey NK 38, Sæfinnur GK 122, Tjaldanes ÍS 522 og Bjarnveig RE 98.