13.01.2010 16:37
Ex Maggi Ölvers, Tony og Gerður
Hér sjáum við þrjá báta sem staðið hafa um tíma uppi í Njarðvíkurslipp og sjálfsagt er óvíst hvenær þeir fara þaðan. Já ástæðan, er að tveir þeirra eru ekki lengur á ísl. skipaskrá þó annar þeirra beri þó enn íslenskt nafn og sá þriðji var tekin hressilega í gegn í haust og hefur síðan staðið þarna ómerktur með öllu.

F.v. 1125. Gerður ÞH 110, Toný ex 46. Moby Dick og 1315. ex Maggi Ölvers GK 33
© mynd Emil Páll 13. janúar 2010

F.v. 1125. Gerður ÞH 110, Toný ex 46. Moby Dick og 1315. ex Maggi Ölvers GK 33
© mynd Emil Páll 13. janúar 2010
Skrifað af Emil Páli
