13.01.2010 16:16
Tjaldur KE 64

856. Tjaldur KE 64 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
Smíðaður í Frederikssund 1935. Fyrsti íslenski báturinn til að reyna snurpinót. Var það 1940, en báturinn var í eigu Haraldar Böðvarssonar og skipstjóri Árni Þorsteinsson frá Sandgerði. Hafði Árni farið til Svíþjóðar 1938 til að skoða veiðarnar. Dæmdur ónýtur vegna fúa 8. september 1965.
Nöfn: Ægir MB 96, Ægir AK 96, Ægir ST 50, Ægir HU 10, Ægir ÁR 10, Tjaldur RE 64 og Tjaldur KE 64.
Skrifað af Emil Páli
