13.01.2010 00:13
Loksins fullt hús
Þá kom að því að það tókst að birta syrpu um sama bát, þar sem myndir eru af öllum þeim nöfnum sem báturinn hefur borið. Umræddur bátur er rúmlega hálfrar aldar gamall og bíður nú örlaga sinna við bryggju í Hafnarfirði. Áður átti að draga hann í pottinn í Danmörku en af því varð ekki, þá var hann dreginn til Njarðvíkur til að brjóta niður, en ekkert varð af því og nú er hann kominn til Hafnarfjarðar til þess að vera brytjaður niður.

120. Höfrungur II AK 150 © mynd Snorri Snorrason
120. Höfrungur II GK 27 © mynd Snorrason
120. Höfrungur II GK 27 © mynd Hafþór Hreiðarsson
120. Höfrungur II GK 27, á strandstað í innsiglingunni til Grindavíkur
© mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur, ljósm.: Guðfinnur Bergsson
120. Höfrungur II GK 27, á strandstað í innsiglingunni til Grindavíkur
© mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur, ljósm.: Guðfinnur Bergsson
120. Erling KE 140 © mynd Emil Páll
120. Kambaröst SU 200 © mynd Hafþór Hreiðarsson
120. Kambaröst RE 120 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 11 hjá Thaules Mek. Verksted A/S, Avaldsnes, Noregi 1957. Yfirbyggður 1985.
Átti að seljast Hólmadrangi hf., Hólmavík í okt. 1994, en Grindavíkurbær neytti forkaupsréttar og seldi bátinn Sóltindi hf., Grindavík, sem strax eftir söluna flutti lögheimili sitt til Keflavíkur, enda voru það eingöngu Keflvíkingar sem stóðu að fyrirtækinu.
Fyrsta skipið sem bar heimahöfn í Reykjanesbæ, en eftir þá nafngift bera flest skip heimahöfn í Keflavík eða Njarðvík.
Átti að seljast í niðurrif til Danmerkur í sept. 2008 og fara utan í togi togarans Grétu SI, en af því varð aldrei og því var báturinn áfram bundinn við bryggju í Þorlákshöfn, þar til hafnsögubáturinn Ölver frá Þorlákshöfn dró hann til Njarðvíkur 5. nóv. 2009. Funi hf. hafði þá keypt bátinn á nauðungaruppboði og stóð til að brytja hann niður í Njarðvíkurslipp. Ekkert varð þó úr því og sótti hafnsögubátur Hafnfirðinga, Hamar bátinn og dró til Hafnarfjarðar 30. des. 2009 og stendur til að hann verði brytjaður þar niður, en sem stendur er hann við bryggju í firðinum.
Nöfn: Höfrungur II AK 150, Höfrungur II GK 27, Erling KE 140, Kambaröst SU 200 og núverandi nafn: Kambaröst RE 120.
