12.01.2010 16:55
Snarfari HF 112 / Víðir KE 4
Hér sýni ég tuttugu og fimm ára gamlar myndir af litlum þilfarsbáti úr eik, sem smíðaður var fyrir tæpum 50 árum og endaði á leikvelli fyrir 16 árum.

406. Snarfari HF 112 © mynd Emil Páll 1984

406. Víðir KE 4, í Njarðvík © mynd Emil Páll 1985
Smíðaður á Ísafirði 1962. Úreltur 3. okt. 1994 og settur á leikvöll.
Erling Brim Ingimundarson benti mér á þá skemmilegu sögu að báturinn er smíðaður af Gunnari Sigurðssyni, heima á hlaði hjá honum. Gunnar er tengdafaðir Rabba Odds, sem heitir fullu nafni Jón Rafn Oddsson. Þessi sami Rabbi lét smíða í Bátalóni bát sem hann lét heita í höfuð tengdaföður síns Gunnar Sigurðsson ÍS 13. Sá bátur er í dag 1381. Magnús KE 46 og er í eigu Erlings Brim.
Nöfn: Farsæll ÍS 13, Farsæll ÍS 522, Farsæll RE 2, Snarfari SI 13, Snarfari SH 58, Snarfari HF 112, Víðir KE 4, Keilir KE 11, Kópur EA 325 og Kópur BA 126.

406. Snarfari HF 112 © mynd Emil Páll 1984

406. Víðir KE 4, í Njarðvík © mynd Emil Páll 1985
Smíðaður á Ísafirði 1962. Úreltur 3. okt. 1994 og settur á leikvöll.
Erling Brim Ingimundarson benti mér á þá skemmilegu sögu að báturinn er smíðaður af Gunnari Sigurðssyni, heima á hlaði hjá honum. Gunnar er tengdafaðir Rabba Odds, sem heitir fullu nafni Jón Rafn Oddsson. Þessi sami Rabbi lét smíða í Bátalóni bát sem hann lét heita í höfuð tengdaföður síns Gunnar Sigurðsson ÍS 13. Sá bátur er í dag 1381. Magnús KE 46 og er í eigu Erlings Brim.
Nöfn: Farsæll ÍS 13, Farsæll ÍS 522, Farsæll RE 2, Snarfari SI 13, Snarfari SH 58, Snarfari HF 112, Víðir KE 4, Keilir KE 11, Kópur EA 325 og Kópur BA 126.
Skrifað af Emil Páli
