12.01.2010 00:00

Aftur nánast fullt hús, bæði myndir af nöfnum og helstu breytingum

Já aftur kem ég með bát, þar sem vel hefur tekist að afla mynda með nöfnum sem hann hefur borið svo og helstu breytingum. Raunar vantar aðeins mynd við eitt nafn, sem er Blátindur VE 30.


          13. Árni Þorkelsson KE 46 © mynd Snorri Snorrason


              13. Andvari KE 93 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                           13. Snætindur ÁR 88 © mynd Snorrason


           13. Snætindur ÁR 88, í lengingu © mynd Tryggvi Sigurðsson


                       13. Snætindur ÁR 88 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                             13. Gulltoppur ÁR 321 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                                    13. Litlaberg ÁR 155 © mynd Emil Páll


                                           13. Búddi KE 9 © mynd Emil Páll


                                       13. Búddi KE 9 © mynd Emil Páll


                                          13. Búddi KE 9 © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Brandenburg/Havel, Brandenburg, Þýskalandi 1961, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Kom til Keflavíkur í fyrsta sinn um páskana 1961.  Lengdur um miðjuna og að aftan og skutur sleginn út, hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1995.

Sem Árni Þorkelsson KE 46 valt báturinn á hvolf og inn í nótina, í Garðsjó eða úti af Hólmsbergi. Vann Hafsteinn  Jóhannsson á Eldingunni þá mikið þrekvirki er hann skar bátinn út úr nótinni og rétti hann sig þá við. Fyrir dómi tapaði Hafsteinn þó björgunarlaununum að mestu.

Nöfn: Árni Þorkelsson KE 46, Andvari KE 93, Blátindur VE 30,  Snætindur ÁR 88, Gulltoppur ÁR 321, Litlaberg ÁR 155 og núverandi nafn: Búddi KE 9.  Eina nafnið sem ekki er mynd af er Blátindur VE 30.