11.01.2010 21:00

Hver var snillingurinn?

Einn af skipstjórum og útgerðarmönnum ísl. fiskiskipaflotans bað mig um að varpa fram eftirfarandi máli, með von um að einhver þarna úti gæti komið með svarið.

Eins og margir muna, ýmist af eigin reynslu, eða hafa séð á myndum voru menn á dekki alltaf hálfbognir í aðgerð. Síðan gerðist það að menn fóru að setja upp einskonar móttöku á þilfari og eftir það stóðu menn uppréttir við að gera að aflanum.

Gaman væri að vita hver átti upptökin að því að vinnubrögðum var þarna breytt í þetta horf? Horf sem er auðvitað mikið manneskjulegra.