11.01.2010 17:40
Nonni GK 64

991. Nonni GK 64, við bryggju í Höfnum © mynd Emil Páll
Smíðaður sem nótabátur, á Ísafirði 1950. Dekkaður hjá Ólafi Guðmundssyni á Árbæ við Ísafjörð og tók endurbyggingin mörg ár en báturinn var skráður sem fiskibátur 1965. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 4. mars 1992.
Átti upphaflega að heita Nói, en hætt var við það.
Nöfn: Nonni ÍS 64, Nonni GK 64 og aftur Nonni ÍS 64.
Skrifað af Emil Páli
