10.01.2010 21:48

Svarið með flakið er komið og hér birtum við mynd af bátnum er hann hét Þórunn Jónsdóttir EA 205

Hér fyrir neðan er spurt um nafn á flaki sem liggur á Geldinganesi og því hefur Stefán Einarsson leitt okkur í sannleikann um og því birti ég mynd af bátnum er hann bar nafnið Þórunn Jónsdóttir EA 205 og segi söguna hans.




                   1152. Þórunn Jónsdóttir EA 206 í höfn í Sandgerði © myndir Emil Páll

Smíðanr. 388 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1971.

Eins og fram kemur í færslunni hér fyrir neðan þá var báturinn notaður síðustu árin sem þjónustubátur við laxeldi á Sundunum í Reykjavík, þegar laxeldið var upp á sitt besta. Slitnaði báturinn upp af legu á Grafarvoginum og rak upp í Geldinganes og flakið má sjá á myndum Sigurlaugs hér fyrir neðan, sem teknar eru nú fyrir nokkrum dögum.

Nöfn: Hrönn KE 48, Magnús Jónsson BA 35, Þórunn Jónsdóttir RE 101, Þórunn Jónsdóttir EA 205, Þórunn Gunnarsdóttir KE 207, Særós KE 207, Sif ÁR 207 og Lax III.