10.01.2010 16:02

Þekkið þið þennan bát? Eða vitið af hverju flakið er?

Sigurlaugur sendi fimm mynda syrpu sem tekin var af bátsflaki á Geldinganesi. Kemur nánar frá honum undir myndunum svo og viðbót við nafngiftina Tangahöfn sem stóð í sumum er birtar voru myndir sem Sigurlaugur tók á Jóladag.










           Þekkið þið af hverjum flakið er © myndir Sigurlaugur í jan. 2010

Bréf Sigurlaugs með myndunum er svohljóðandi:

Ég var á ferð um Geldingarnesið héna við Grafarvog og í voginum sem snýr að Viðey er bátsflak og búið að liggja í fjörunni sennilega ein 20 ár eða meira, nú veit ég ekki haus eða sporð um þetta flak og gaman væri nú að komast að því hver þessi bátur var og eitthvað um hann.

Svo annað í myndasyrpunni sem ég sendi þér um jólin þá var athugasemd gerð við nafnið Tangarhöfn sem er við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, nú skal ég ekki segja um hvort höfnin heitir það eða eitthvað annað en samkv. skilti við veginn sem liggur að garðinum við höfnina er nafnið á bryggjunni ,,Tangarbryggja" og ætti það nafn að koma fram á kortunm hjá Já.is og sennilega nafnið á höfninni þar.

Svarið er komið eins og sést í orðum Stefáns Einarssonar hér fyrir neðan og eins birti ég mynd af bátnum og sögu hans í færslunni hér fyrir ofan