10.01.2010 13:16
Happadís GK 16 seld

2652. Happadís GK 16 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 4 hjá Spútnik-bátum, Akranesi 2006 og var að gerðinni Spútnik- Afhentur rétt fyrir verslunarmannahelgi 2006 og þar sem annar bátur bar enn þá nafnið Happadís var hann fyrst skráður sem Spútnik AK 110 í nokkra daga.
Happadís GK 16 var alltaf mikið aflaskip og sem dæmi þá var hann hæsti smábáturinn undir 10 tonnum bæði 2006 og 2007, auk þess sem hann var 3. hæsti smábátur landsins árið 2007 með 1100 tonn. Þar að auki sló hann árið 2006 það met að koma með mest að landi í róðri þ.e. 17,2 tonn.
Mest allt árið 2009 lá báturinn við bryggju í Sandgerði og var um tíma rætt um að hann yrði seldur til Noregs en ekkert varð af því. Nú hefur báturinn verið seldur til Akraness að því að ég best veit.
Nöfn: Spútnik 4 AK 110 og Happadís GK 16
Skrifað af Emil Páli
