10.01.2010 12:35
Marteinn KE 200


2087. Marteinn KE 200 © myndir Emil Páll
Smíðaður hjá Sortland Boast A/S í Sortland, Noregi 1990. Seldur úr landi til Noregs 25. júlí 2005.
Báturinn var fluttur hingað til lands nýr með ms. Hvassafelli. Er skipið var statt út af Norðurlandi í slæmu veðri að kvöldi 4. okt. 1990, féll báturinn fyrir borð og var dreginn til Ólafsfjarðar, þar sem gert var við hann. Kom hann síðan til heimahafnar 9. febrúar 1991.
Nöfn: Marteinn KE 200, Dagný ÁR 107, Elín BA 148, Elín RE 1 og Staðarberg GK 9.
Skrifað af Emil Páli
