09.01.2010 22:32

Helmingur fyrrum FESTIS báta verða nú seldir kvótalausir

Völusteinn ehf., sem keypti þrotabú Festis ehf. á dögunum hefur nú ákveðið að selja helming af bátunum sem þeir fengu þarna í einum pakka, en hirða þó af þeim kvótann áður. Þetta eru bátarnir Anna GK 540, Ásdís GK 218 og Hafdís GK 118. Verða þá eftir þrír beitingavélabátar og munu tveir þeirra verða gerðir út frá Sandgerði en sá þriðji frá Skagaströnd en aflanum ekið til Hafnarfjarðar, þar sem vinnslan fer fram í húsum sem Festi átti þar. Þá á Völusteinn fyrir á Bolungarvík bátinn Hrólf Einarsson ÍS og verður hann gerður út áfram þar fyrir vestan.
---
Þessi til viðbótar þá hafa borist fréttir um að Gæfa VE 11 sem legið hefur síðan fyrir jól í Keflavíkurhöfn og er nýlega keypt frá Vestmannaeyjum, sé nú komin aftur á söluskrá, en kvótalaus.