09.01.2010 20:45

Gullborg RE 38 / Gullborg VE 38 / Gullborg II SH 338


                  490. Gullborg RE 38 © mynd úr safni Tryggva Sig


              490. Gullborg RE 38 © mynd úr Sjómannablaðinu Víkingi 1961


            490. Gullborg RE 38, hér komin með stýrishús, sem áður var á Atla VE 14
                                           © veggmynd i eigu Emils Páls


                                490. Gullborg VE 38 © mynd Emil Páll


      490. Gullborg VE 38, komin með enn nýtt stýrishús © mynd Þorgeir Baldursson


                      490. Gullborg II SH 338 © símamynd Gunnar Th. 2008


                 490. Gullborg II SH 338 © mynd Sigurlaugur 2009


                     490. Gullborg II SH 338 © mynd Sigurlaugur í des. 2009

Smíðað í Nyborg Skipswærft, Nyborg,  Danmörku 1946.

Sögufrægt aflaskip til margra ára undir skipstjórn Benónýs Friðrikssonar (Binna í Gröf).

Endurbyggt í Bátalóni hf. Hafnarfirði 1967. Þá sett á hann stýrishús af Atla VE 14 og síðar sett enn á ný á bátinn nýtt stýrishús.

Menningasjóður Stafkirjusvæðis, Útvegsmannafélag Vestmannaeyja og Vestmannaeyjahöfn eignuðust bátinn 2000 og voru uppi hugmyndir um að varðveita skipið á Skansinum í Vestmannaeyjum, en hætt var við það 2001. Kom skipið til Njarðvíkur 15. sept. 2001 og lá þar fram yfir áramótin. Var það gert út frá Sandgerði um vertíðina undir skipstjórn Grétars Mar Jónssonar og síðan lagt á vordögum 2002 í Reykjavíkurhöfn, þar sem það að lokum sökk við bryggju og eftir það tekið upp í Daníelsslipp þar sem það hefur verið síðan.

Í nóv. 2006 urðu Faxaflóahafnir við ósk þeirra frænda Árna Johnsen og Gunnars Marels Eggertssonar um að hætta við að rífa bátinn, en þess í stað yrði hann gerður af safngripi í Njarðvík og gerður klár undir það  í Njarðvíkurslipp. Hætt var við þá framkvæmd og báturinn sem fyrr segir verið í Reykjavík.

Nöfn: Erna Durnhuus, Gullborg RE 38, Gullborg VE 38, Gullborg SH 338 og Gullborg II SH 338.