09.01.2010 18:51

Jónas Jónasson GK 101 / Birkir SU 519 - Söguleg staðfesting á mynd


      622. Jónas Jónasson GK 101, sjósettur hjá Dröfn hf. í Hafnarfirði 6. júlí 1961 © mynd úr Víkingi 1961


   622. Birkir SU 519, söguleg mynd, þar sem hvergi er hægt að finna í bókum að búið hafi verið að umskrá bátinn, er hann brann og sökk. Mynd Tryggva Sig. er því söguleg staðfesting á að það var búið © mynd Tryggvi Sig. í maí 1966.

Smíðanr. 32 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf, Hafnarfirði 1961 eftir teikningu Sigurjóns Einarssonar. Sjósettur 6. júlí 1961. Brann og sökk 3. júní 1966 á leið frá Eskifirði til Neskaupstaðar.

Nöfn: Jónas Jónasson GK 101 og Birkir SU 519.