09.01.2010 11:10
Gamlar myndir úr Keflavík
Sigurður Bergþórsson, stofnandi og eigandi af þeim skemmtilegu bátasíðum sem eru á Facebook og nefnast Floti Bíldudals, Floti Patreksfjarðar og Floti Tálknfirðinga, hefur verið duglegur að senda mér myndir sem hann hefur ýmist tekið sjálfur eða fengið annarsstaðar, auk þess sem við höfum látið hvorn annan hafa myndir, sem hann notar í Flota sína og ég hér á síðunni. Nú sendi hann mér þessar tvær myndir, sem afi hans Sigurður F. Þorsteinsson tók er hann var að vinna á Keflavíkurflugvelli. Trúlega eru þær teknar einhvern tímann eftir miðja síðustu öld.

Keflavík, mynd tekin af Berginu og sést fremst slippbryggjan sem var fjarlægð þegar athafnasvæði Dráttarbrautar Keflavíkur var gert að smábátahöfninni Grófin. Fyrir miðri myndinni sést Miðbryggjan sem svo var kölluð, en sú nafngift kom trúlega þegar bryggja var neðan við Bíóið og einnig var bryggja á sínum tíma á Básnum, sem er svona við endann á byggðninni sem myndin sýnir.

Keflavíkurhöfn © myndir Sigurður F. Þorsteinsson
Skrifað af Emil Páli
