07.01.2010 20:24
Mokveiddu á þrettándanum
AF bb.is
Mokveiði var hjá bolvískum bátum á þrettándanum að því er fram kemur á bolvíska fréttavefnum vikari.is. Guðmundur Einarsson ÍS bar 10.940 kg. að landi eftir veiðiferð gærdagsins og Sírrý ÍS kom fast á hæla honum með 9.451 kg. Einar Hálfdáns ÍS aflaði 8.147 kg, Hrólfur Einars ÍS 7.135 kg og Snjólfur ÍS kom með 5.377 kg að landi eftir gærdaginn. Siggi Bjartar ÍS aflaði 4.741 kg, Gunnar Leos ÍS 2.453 kg, Páll Helgi ÍS 1.819 kg. og Sædís 885 kg.
Skrifað af Emil Páli
