07.01.2010 14:47

Frú Magnhildur og Keilir

Tveir aðkomubátar Keilir SI 145 og Frú Magnhildur VE 22, sem báðir eru gerðir út á netaveiðar, landa afla sínum hjá Hólmgrími Sigvaldasyni í Keflavík. Sjást þeir báðir koma inn nú á þriðja tímanum í dag, Keilir á leið til Njarðvíkur en Frú Magnhildur inn til Keflavíkur.


         1546. Frú Magnhildur VE 22 (nær) og 1420. Keilir SI 145, framan við Vatnsnesið


    1546. Frú Magnhildur VE 22 rétt utan við hafnargarðinn í Keflavík og í fjaska í rigningunni má sjá 1420. Keilir SI 145


            1546. Frú Magnhildur VE 22 © myndir Emil Páll í dag 7. jan. 2010