05.01.2010 20:39

Mina ex Jaxlinn í Njarðvík

Í kvöld kom flutningaskipið Mina, sem áður var íslenskt og bar nafnið Jaxlinn, til Njarðvíkur, en hverra erinda veit ég ekki, en síðast er skipið var hér við land var það í flutningum vegna gullgraftarins á Grænlandi. Þar sem hafnsögubáturinn Auðunn er ekki tilbúinn flutti björgunarbáturinn Jón Oddgeir hafnsögumanninn um borð.


   2474. Jón Oddgeir kemur að landi í Njarðvík, eftir að hafa flutt hafsögumanninn út í Mínu




  Danska skipið Mina ex Jaxlinn, kemur í kvöld til Njarðvíkur © myndir Emil Páll 5. jan. 2009