04.01.2010 17:16

Sægrímur GK 525, Keilir SI 145 og Maron GK 522

Það er ekki oft sem það næst að taka myndir af 75% af útgerðarflota sama aðila koma að landi á sömu hálfri klukkustundinni. Það gerðist þó nú á fimmta tímanum í Njarðvík að þrír af fjórum bátum er tengjast Hólmgrími Sigvaldasyni komu til Njarðvikur, en sá fjórði hefur væntanlega komið til Grindavíkur. Af því tilefni birti ég nú langa myndasyrpu með alls níu myndum af þessu skemmtilega atviki, þó þetta séu allt bátar sem ég hef birt myndir af áður og þá eins og nú á siglingu.


                          2101. Sægrímur GK 525 kemur fyrir sjóvarnargarðinn


                                     2101. Sægrímur GK 525 í smá veltingi


           Hér má sjá 1420. Keilir SI 145 koma fast á eftir 2101. Sægrími GK 525


                            2101. Sægrímur GK 525, nánast kominn til hafnar


                            1420. Keilir SI 145 kemur fyrir sjóvarnargarðinn


                          1420. Keilir SI 145, nálgast höfnina í Njarðvik


                                      Stuttu síðar kom 363. Maron GK 522


    Segja má að 363. Maron GK 522 beri aldurinn vel, þó hann sé orðinn 55 ára gamall


   Hér eru þeir allir þrír komnir að bryggju í Njarðvik í dag f.v. 363. Maron GK 522, 1420. Keilir SI 145 og 2101. Sægrímur GK 525 © myndir Emil Páll 4. jan. 2010.