03.01.2010 13:33
Que Sera Sera HF 32 á strandstað
Eins og ég sagði frá fyrir jól þá rak Que Sera Sera HF 32 upp og strandaði í Laayoune á Morocco nýverið. Nú hefur Svafari Gestssyni borist eftir krókaleiðum myndir af skipinu á strandstað, en ekki er annað vitað en að hann sé þar enn.

2724. Que Sera Sera HF 32 á strandstað í Laayoune en skipið liggur enn á strandstað, samkvæmt síðustu fréttum
Skrifað af Emil Páli
